Upplifðu spennuna í póker hjá Bakkabræður!

Um Bakkabræður

Um Bakkabræður

Bakkabræður voru stofnaðir árið 2016 af vinunum Andra Þór Ástþórssyni, Hallgrími Viðari Arnarssyni og Tómasi Beck Eggertssyni.
Hugmyndin kviknaði af einfaldri ástæðu — að skapa vettvang þar sem vinir gætu hist reglulega, átt góðar stundir og sameinað keppnisskap og félagsskap í afslöppuðu og jákvæðu umhverfi.


Markmið og tilgangur

Markmið Bakkabræðra er að skipuleggja viðburði fyrir vinahópa þar sem fólk getur notið samveru í þægilegu umhverfi, hvort sem það er til að spila póker með vinum sínum eða hóa saman í golfhring.
Grunnstefið er alltaf það sama — vinátta, heilbrigður leikur og bræðralag.


Frá hópi til félags

Árið 2024 var ákveðið að formgera starfsemina og stofna félagið Spilabræður, sem heldur utan um rekstur og skipulag viðburða á vegum Bakkabræðra.
Félagið er skráð í fyrirtækjaskrá (kennitala 590324-0270).


Stjórn félagsins

  • Hallgrímur Viðar Arnarson – Formaður

  • Arnór Maximilian Luckas – Gjaldkeri

  • Andri Þór Ástráðsson

  • Arnar Steinn Valdimarsson

  • Bjarni Kristján Leifsson

  • Tómas Beck Eggertsson

Aðalfundur er haldinn í febrúar ár hvert og markar upphaf starfsárs félagsins.

Tengd blogg